top of page

Vondar fréttir þurfa ekki að hafa áhrif á hvernig þér líður


Krist­ín Hrefna Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Flow


„Frétt­ir síðustu daga eru ekki fyrstu erfiðu frétt­irn­ar sem ber­ast okk­ur til eyrna af Covid veirunni og al­veg ör­ugg­lega ekki þær síðustu. Þetta eru held­ur ör­ugg­lega ekki fyrstu erfiðu frétt­irn­ar sem þú færð í líf­inu og alls ekki þær síðustu. Þú get­ur hins veg­ar stjórnað því hvernig vond­ar og erfiðar frétt­ir fara með þig og þína líðan,“ seg­ir Krist­ín Hrefna Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Flow í nýj­um pistli á Smartlandi:


Stund­um er bara eins og tankur­inn sé tóm­ur og þegar enn ein vonda frétt­in lem­ur á manni með að maður kom­ist ekki leng­ur í rækt­ina eða sund þá líður manni eins og manni sé öll­um lokið. En hvenær fyllt­irðu á tank­inn síðast? 


Svarið gæti verið (og sér­stak­lega ef þú ert al­veg bú­inn á því): hvernig á maður að geta það?! Ég hef ekk­ert kom­ist í frí síðan í fyrra, nú er búið að loka rækt­inni, jóga­stöðvum og ég er bara á síðustu metr­un­um hérna!


Marg­ir eru van­ir að fá sína áfyll­ingu á sól­ar­strönd á sumr­in og eru því ráðvillt­ir núna. Þeir eru þá kannski þyngri en venju­lega núna eða nei­kvæðari. Sem er skilj­an­legt. Það eru hins­veg­ar aðrar leiðir til sem geta hjálpað og meira að segja mjög marg­ar. Þær hafa ekki verið bannaðar vegna Covid og það þarf ekki að fljúga til út­landa til að sækja þær. 


Þú þarft hins veg­ar að læra, skilja og æfa þig smá­veg­is til þess að kom­ast þangað en þú get­ur hugsað þér að það sé svona sviðað eins og maður þarf jú að pakka fyr­ir ut­an­lands­ferð, koma sér á flug­völl­inn og fljúga út til þess að geta byrjað að slaka á með sand­inn á milli tánna. 


Fyrsta skrefið, sem er oft erfiðast fyr­ir fólk, er að byrja. Kveiktu á leiddri hug­leiðslu og gerðu það sem þér er sagt. Þú finn­ur til dæm­is ókeyp­is leidd­ar hug­leiðslur á flow.is/​hug­leidd­un­una. Þetta tek­ur bara 4 mín­út­ur. Kannski ger­ist ekk­ert stór­kost­legt í fyrsta sinn, það er allt í lagi. Eft­ir nokkra mánuði verður þú feg­in að þú byrjaðir í dag. 


Næsta skref er svo ekki flókið en reyn­ir á þraut­seigj­una. Þú þarft að end­ur­taka skref eitt á hverj­um degi. Mundu, þetta tek­ur bara 4 mín­út­ur. Það eiga all­ir þann tíma til að gefa sjálf­um sér. 


Það er mik­il­vægt að gera það á hverj­um degi. Það dett­ur eng­um í huga að reyna að keyra raf­magns­laus­an bíl í um­ferðinni eða að reyna að hringja úr batte­rís­laus­um síma þó þú haf­ir hlaðið í gær. 


Þessa dag­ana sveim­ar fólk um heima hjá sér með batte­rís­ljósið blikk­andi því það hef­ur ekki hlaðið sig í marga mánuði. Sum­ir enda þá á því að garga á sína nán­ustu síðustu orku­drop­un­um eða ropa þeim yfir in­ter­netið í hræðslu eða reiði. Þess í stað býð ég þér upp á hlýja og góða áfyll­ingu með hug­leiðslu. 


Fyrr en var­ir verður þú far­in að geta valið hvaða frétt­ir hafa áhrif á þig og valið að veita gleðinni í þínu lífi meira rými en því nei­kvæða sem virðist ætla að troðast inn í lífi þitt. Þá þakk­ar þú fyr­ir að hafa byrjað í dag.

Comments


bottom of page