top of page

Af hverju að hugleiða með opin augun í sýndarveruleika?

Ímyndaðu þér að þú sért á Rauðasandi á háfjöru. Þú horfir á sjóinn fyrir framan þig og ert með hvíta ströndina á bakvið þig, allt í kring. Myndin er svo skýr að þú næstum því gleymir að þú ert í vinnunni, nýkomin/n af stressandi fundi, með sýndarveruleika (VR) gleraugu á nefinu.





Flow flytur þig á annan stað og getur breytt líðan þinni samstundis því raunin er sú að með sýndarveruleika getur þú sannfært heilann um að þú sért í raun og veru annars staðar. Þegar notendur okkar setjist niður og hugleiða í sýndarveruleika, með augun opin, þá breytir sú upplifun líðan þeirra og vinnur bug á álaginu sem verður í daglegu lífi.


Með 4-8 mínútna hugleiðslu í sýndarveruleika getur þú fundið ró, einbeitingu og/eða orku, með það að markmiði að breyta hugsun þinni. Það sem þú upplifir í sýndarveruleika getur þú svo tekið með þér inn í raunveruleikann og nýtt upplifun þína til að vera skilyrðislaust til staðar, hér og nú.

bottom of page