top of page

að hugleiða með Flow


Allt okkar efni miðast við að hjálpa notendum að upplifa jákvæða orku, fá innblástur og auka afköst. Hugleiðslurnar eru hannaðar til að auka einbeitingu hugans, færa okkur inn í augnablikið, ná stjórn á streitu og hugsa skýrar á aðeins 4 eða 8 mínútum.




Flow býður upp á sex leiðir til að hugleiða og er hægt að nota hugleiðslurnar einar og sér eða tvær eða fleiri saman. Hægt er að hafa þær í mismunandi röð og setja saman það hugleiðsluflæði sem passar við skap þitt og áform hverju sinni.




Hugleiðslurnar eru:

Öndun, því andardrátturinn er grunnurinn að hugleiðslu

Hreyfing, því hreyfing hjálpar okkur að opna og fá aðgang að jákvæðari orku

Sleppa, því að losa um streitu eða spennu getur aukið getu okkar til að fara dýpra inn á við

Slökun, því dýpra ástand getur gefið okkur óendanlegan ávinning af hugleiðslu

Einbeiting, því að hafa áform gefur okkur stefnu í hugleiðslu

Endurnýjun, því betri hvíld endurhleður okkur og eykur vellíðan


Flow er vettvangur með áhrifaríkum hugleiðslum og getur þú fengið frían aðgang að 6 hugleiðslum inni á Flow.is eða gerst áskrifandi og fengið aðgang að öllu efninu okkar. Svo er hægt fá aðgang í gengum Oculus gleraugum fyrir sýndarveruleika og bráðum verður hægt að nálgast Flow sem síma forrit, inn á Google Play og App store.

Comentários


bottom of page