top of page

Þú veist það er vonlaust að ná í tæka tíð, en þú bara verður að reyna!


Þú færir þig ítrekað á milli akreina, nánast keyrir niður fótgangandi vegfarendur eða lendir næstum því aftan á ökumanninum fyrir framan þig, þar sem hann keyrir of hægt. Með þessu háttalagi ert þú að skapa hættu, bæði fyrir sjálfan þig og aðra.


Við streituaðstæður, eins og þegar þú ert að verða of sein/n, geturðu yfirleitt ekki stjórnað tilfinningum þínum og líkama og í ofangreindum aðstæðum þá fer sympatíska sjálfvirka taugakerfið í gang, sem virkar í raun eins og brunaviðvörun sem þarf reyk til að kveikja á sprinklerunum og slökkva eldinn.


Til upplýsinga þá er miðtaugakerfið stjórnstöð fyrir alla starfsemi líkamans og vinnur úr áreiti sem berst í gegnum úttaugakerfið. Úttaugakerfinu er svo skipt í tvennt, viljastýrða taugakerfið, sem framkallar meðvitaða hreyfingu og sjálfvirka taugakerfið, sem við höfum litla sem enga stjórn á. Það sjálfvirka skiptist svo aftur í sympatíska taugakerfið, sem er eins konar neyðarkerfi sem eykst við streitu og álag, m.a. með því að auka hjartslátt, blóðþrýsting o.þ.h. og parasympatíska taugakerfið, sem hefur mest áhrif á líkamann þegar hann er í hvíld, með því að hægja á hjartslætti og lækka blóðþrýsting.


Það sem þú getur gert til að róa taugakerfið í svona aðstæðum, er að einbeita þér að vera til staðar hér og nú. Fylgjast með bílunum og umferðinni, meðvitað, án þess að skipta um akrein, og einbeita þér svo að því að anda rólega inn um nefið og út um munninn. Hjómar auðvelt, en er ekki alveg svo einfalt þegar við finnum fyrir auknu álagi og þurfum að róa okkur niður.


Regluleg hugleiðsla getur hjálpað þér að vera meðvituð/aður um sjálfan þig og líkama þinn í öllum aðstæðum og þegar streituvaldandi aðstæður koma upp þá ert þú ávallt betur í stakk búin/n til að takast á við þær. Umhverfið sem við kjósum að hugleiða í getur einnig skipt mál til þess að vera fullkomlega til staðar í líkamanum. Flow kemur þér út í náttúruna á svipstundu og getur hjálpað þér til að líða betur og öðlast frið á 4 mínútum.


Prófaðu fría áskrift á flow.is

Commentaires


bottom of page